FÖT 103 Fötlun

FÖT 103 Fötlun og önnur þroskafrávik

Undanfari:

Enginn

Áfangalýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur þekki til hugmynda um réttindi fatlaðra, lagalega og siðferðislega. Að þeir viti hvaða röksemdir liggja að baki umræðunni um blöndun eða ekki blöndun og skilji afstæði hugtaksins fötlun. Farið verður í hve fjölbreyttur sá hópur er sem telst vera með fötlun eða þroskafrávik og jafnframt er gefin yfirsýn yfir hinar ýmsu fatlanir og þroskafrávik, hvernig þau eru greind og helstu einkenni. Sérstök áhersla er á algengustu frávik t.d. þroskahamlanir og líkamlegar fatlanir, jafnframt því sem fjallað er um hegðunarvandkvæði. Nemendur fá yfirsýn yfir helstu þjónustustofnanir fyrir fötluð börn og foreldra þeirra og kynnist starfi í almennum skóla og sérskóla. Nemendur þjálfist í að setja sig í spor fatlaðra og þekki grunnatriði í vinnu með fatlaða.