Verkmenntaskóli Austurlands

Komin er út ný námskrá  fyrir bygginga- og mannvirkjagreinar sem leysir fyrri námskrá af hólmi. Hún hefur í för međ sér róttćkar breytingar á grunnnáminu

Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina

Komin er út ný námskrá  fyrir bygginga- og mannvirkjagreinar sem leysir fyrri námskrá af hólmi. Hún hefur í för með sér róttækar breytingar á grunnnáminu þar sem gert er ráð fyrir að nemendur innritist í sameiginlegt grunnnám í eina önn og kynnist  viðfangsefnum hinna ýmsu  byggingagreina með hagnýtum verkefnum. Nemendur velja síðan sérnám og býður VA nám í húsasmíði samkvæmt hinni nýju námskrá.

 Meginmarkmið grunnnáms bygginga- mannvirkjagreina er  að veita nemendum sýn á atvinnugreinina og störf innan hennar. Lögð er áhersla á kennslu undirstöðuatriða í efnisfræði, áhalda- og tækjafræði, teikningum, verktækni og vinnuvernd. Í lok grunnnámsins eiga nemendur að hafa fengið faglegan grunn til að velja sér iðngrein við hæfi.

 Lokamarkmið grunnnáms í byggingagreinum.

Að loknu grunnnámi skal nemandi:

  • Þekkja störf og starfsumhverfi innan bygginga- og mannvirkjaiðnaðar
  • Vita um námsleiðir að loknu grunnnámi í bygginga- og mannvirkjagreinum.
  • Geta lesið og skilið einfaldar teikningar, verklýsingar og önnur verkgögn.
  • Þekkja helstu efni sem unnið er með í bygginga- og mannvirkjaiðnaði.
  • Þekkja og geta notað einföldustu áhöld innan atvinnugreinanna.
  • Geta gert sér grein fyrir mikilvægi góðra samskipta og samvinnu á vinnustað.
  • Kunna skil á öryggisráðstöfunum á vinnustað  og mikilvægi heilsuverndar.
  • Þekkja helstu öryggisatriði varðandi umgengni við áhöld, tæki og efni.
  • Geta gert sér grein fyrir mikilvægi umhverfisverndar í iðngreinunum.

 Námsgreinar grunnnáms eru eftirfarandi:

Almennar greinar.

Lífsleikni    LKN 102  2 ein
Stærðfræði   STÆ 102  2 ein
Íþróttir   ÍÞR 101 1 ein

 

  Faggreinar.

Efnisfræði grunnnáms     EFG 103 3 ein.
Framkvæmdir og vinnuvernd FRV 103 3 ein.
Grunnteikning GRT 103 3 ein.
Verktækni grunnnáms VTG 106 6 ein.


Allar nánari upplýsingar eru veittar  í Verkmenntaskóla Austurlands.

Svćđi