Heimildaleit

 Við heimildaleit má notast við ýmsar aðferðir eins og gagnasöfn.

Gagnasöfn

Gegnir.is er gagnagrunnur fyrir bókasöfn landsins. Þar er hægt að leita af bókum, tímaritum, o.fl. efni sem finnst á bóksöfnum. Hægt að leita eftir höfundum, titlum og efnisorðum í gagnasafninu og á hvaða söfnum efnið má finna.

Heimilda- og orðaskrá bóka

Heimilda- og orðaskrá bóka og greina um tengt efni þess sem skrifað er um, því óþarfi er að fletta í gegnum heilar bækur til þess að afla sér heimilda.

Leitarvélar á netinu

Leitarvélar á netinu er orðnar mjög fullkomnar og má oft finna góða texta og annað efni til heimildaröflunar á netinu. Google scholar er ágæt leitarsíða. Varist þó að nota heimildir sem ekki eru dagsettar og/eða án höfundar. Ekki nota Wikipedia í heimildavinnu.

Til eru íslensk gagnasöfn sem geta nýst vel heimildaöflun.

Hvar.is er gagnagrunnur þar sem slá má upp leitarorði og birtast þá helstu bækur, tímarit, greinar og annað efni sem komið hefur út um viðkomandi efni. .

Tímarit.is er gagnagrunnur þar sem finna má allflest dagblöð og tímarit sem komið hafa út á Íslandi.

Skemman.is er gagnasafn yfir þær ritgerðir sem hafa verið skrifaðar við háskólana á Íslandi. Lokaritgerðir á háskólastigi eru ágætis heimildir fyrir framhaldsskólanemendur. Einnig má nota ritgerðirnar eins og bækur og tímarit m.t.t. heimildaleitar þ.e. hvaða heimildir eru notaðar í viðkomandi verki. .