Fjarnám - HAUST 2023

Verkmenntaskólinn býður upp á fjarnám á sjúkraliðabraut og sjúkraliðabrú í samstarfi við FNV og Menntaskólann á Ísafirði. Einnig er í boði fjarnám á þjónstubrautum ( stuðningsfulltrúi og leikskólaliði).  Þá eru margir áfangar af stúdentsbrautum í boði í fjarnámi sjá námsframboð.

Einnig er dreifnám í boði við skólann í rafvirkjun en dreifnámið er blanda af fjarnámi og staðnámi. Nokkrir rafmagnsáfangar í Vélstjórn verða einnig í boði í dreifnámi. Fagbóklegir hlutar námsins eru í fjarnámi og verklegir hlutar sem krefjast veru í smiðjum skólans eru kenndir í vinnustofum þrjú kvöld í viku. 

          • ALLT námsframboð í fjar og dreifnámi HAUST 2023 Smellið hér
          • Námsframboð í dreifnámi í RAF HAUST 2023 hér
          • Námsframboð í sjúkraliða HAUST 2023 hér
          • Námsframboð á þjónustubrautum HAUST 2023 hér
          • Námsframboð Í húsasmíði HAUST 2023 hér

 

Opið er fyrir skráningu fjarnema og dreifnema inná umsóknarvef

VANTAR ÞIG AÐSTOÐ VIÐ VALIÐ?

Athugið að þið getið haft samband við Guðnýju námsráðgjafa (gudnybjorg@va.is) eða Unni Ásu áfangastjóra (unnurasa@va.is) til að fá aðstoð við valið.