Heimildaskráning - Hljóð og mynd

Podcast

Heimildaskráning: Höfundur. (ártal, dagsetning). Titill [Hlaðvarp]. Sótt dagsetning af: www.xx

Tilvísun. (Höfundur, ártal)

Heimildaskráning: Vera Illugadóttir. (2019, 8. mars). Í ljósi sögunnar. Tyrkneska kvennaveldið II. [Hlaðvarp]. Sótt 20. mars 2019 af: http://www.ruv.is/spila/ras-1/i-ljosi-sogunnar/20190308

Tilvísun: (Vera Illugadóttir, 2019)

Útvarp

Skráið nöfn helstu aðila sem að efninu standa s.s. handritshöfunda, fréttamanna, framleiðenda. Skráið einnig dagsetningu útsendingar, titil þáttar, tegund efnis, framleiðslustað og framleiðslufyrirtæki. 

Heimildaskráning: handritshöfundur, fréttamaður, framleiðandi (titill). (dagsetning). Titill þáttar. [tegnund efnis]. Sótt dagsetning af vefslóð. 

Tilvísun: (Handritshöfundur, fréttamaður, framleiðandi, o.s.frv., ártal)

Heimildaskráning: Hanna G. Sigurðardóttir og Leifur Hauksson (dagskrárgerðarmenn). (2014, 8. september). Samfélagið: Umhverfismál [útvarpsþáttur]. Sótt 9. september 2014 af http://www.ruv.is/sarpurinn/samfelagidumhverfismal/08092014 

Tilvísun: (Hanna G. Sigurðardóttir og Leifur Hauksson, 2014)

Sjónvarpsefni og annað myndefni

Kvikmyndir - heimildamyndir

Heimildaskrá - meginregla: Nafn leikstjóra og/eða framleiðanda (leikstjóri/framleiðandi). (Ártal). Titill kvikmyndar [kvikmynd]. Upprunaland: Framleiðslufyrirtæki.

Tilvísun: (Nafn leikstjóra og/eða framleiðanda, ártal)

Heimildaskrá: Guðfinnur Sigurvinsson og Ragnar Santos (höfundar). (2010). Vígdís Finnbogadóttir. Fífldjarfa framboðið. [kvikmynd].Ísland: RÚV. 

Tilvísun: (Guðfinnur Sigurvinsson og Ragnar Santos, 2010) 

Sjónvarpsþættir eða þáttaraðir

Skráið nöfn helstu aðila sem að efninu standa s.s. handritshöfunda, fréttamanna, framleiðenda. Skráið einnig dagsetningu útsendingar, titil þáttar, tegund efnis, framleiðslustað og framleiðslufyrirtæki.

Heimildaskráning: Handritshöfundur, fréttamaður, framleiðanda o.s.frv. (Ártal, dagsetning). Titill þáttar  [tegund þáttar]. Heiti þáttaraðar.  Framleiðslustaður: framleiðslufyrirtæki. 

Tilvísun: (Handritshöfundur, fréttmaður, framleiðandi o.s.frv.)

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir (dagskrárgerðarmaður). (2012, 22. maí). Með rafskaut grædd í þindina [þáttur í fréttaþáttaröð]. Kastljós. Reykjavík: RÚV.

Tilvísun: (Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, 2012)

Youtube.com og myndskeið

Youtube

Ef höfund vantar er skjánafn myndbandsins notað í höfundarsæti. 

Heimildaskrá – meginregla: Skjánafn eða höfundur. (Ártal, dagur. mánuður). Titill myndskeiðs [myndskeið]. Sótt dags. af http://www.youtube.com/xxx.xxx 

Tilvísun: (Skjánafn eða höfundur, ártal)

Heimildaskrá: Piroozi1389. (2010, 6. júlí). Failure to protect Iranian people‘s human rights [myndskeið]. Sótt 4. júní 2013 af https://www.youtube.com/watch?v=XGgqo-vzlAI 

Tilvísun: (Piroozil1389, 2010)

Myndskeið annað en youtube

Sömu reglur gilda og fyrir youtube myndskeið nema taka skal fram starfsheiti (fyrirlesari, framleiðandi, handritshöfundur o.s.fr.v) höfundar. 

Heimildaskráning: Patel, V. (fyrirlesari). (2012). Mental health for all by involving all [myndskeið]. Sótt 3. júní 2013 á http://www.ted.com/talks/vikram_patel_mental_health_for_all_by_involving _all.html 

Tilvísun: (Patel, 2012)