HGR 402 Hárgreiðsla 4

HGR 402 Hárgreiðsla 4

Undanfari: HGR 303

Áfangalýsing

Í áfanganum er stefnt að því að nemandinn nái sjálfstæðum faglegum tökum á mótun, ísetningu

og úrgreiðslu hárs fyrir samkvæmisgreiðslur og læri gerð og notkun lausra hártoppa. Ennfremur

lærir hann gerð og notkun hárskrauts fyrir samkvæmisgreiðslur.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að

þekkja

  • mismunandi upprúll og úrgreiðslur miðað við fyrirhugaða útkomu
  • mismunandi stíl og stílbrigði á hárgreiðslum
  • áhöld og efni sem notuð eru við hárgreiðslur
  • þekkja sígild form á samkvæmisgreiðslum
  • þekkja mismunandi ísetningu hártoppa og hárskrauts

geta

  • útfært greiðslur í mismunandi hárlengdir
  • unnið og útbúið hártoppa og hárskraut
  • geta greitt í mismunandi form

hafa gott vald á

  • mismunandi aðferðum við ísetningu og úrgreiðslu
  • samkvæmisgreiðslum, m.a með viðbótar hártoppi og hárskrauti.

Námsmat: Frammistaða á önn 30%

Lokapróf 70%