HJV 313 Hjúkrunarfræði

HJV 313

Undanfarar HJÚ 203, HJÚ 212 og HJV 213

Verknám á hand- og lyflæknisdeild

Hjúkrunarkennari skipuleggur verknám á deild í samvinnu við viðkomandideildarstjóra. Nemandi skal vera á deild 8 klst. á viku alla önnina í umsjón hjúkrunarkennara og taka þátt í öllum almennum störfum sjúkraliða. Nemandi skal í upphafi verknámstímabils setja sér persónuleg markmið með námi sínu á deildinni. Markmiðin skulu síðan yfirfarin af hjúkrunarkennara og nemanda í lok verknámstímabils. Nemandi skal skila lokaverkefni af hand- eða lyflæknisdeild þar sem áhersla er lögð á heildræna umönnun skjólstæðings. Áfanganum skal lokið með umsögn hjúkrunarkennara um hæfni nemanda í starfi.
Áfanginn skal kenndur á hand- og lyflæknisdeild og kenndur samhliða HJÚ 302 og 312.