Innritun 10. bekkinga 2021

Forinnritun 10. bekkinga fer fram 8. mars til 13. apríl
Forinnritun nemenda sem ljúka munu 10. bekk vor 2021 (fæddir 2005 eða síðar) hefst 8. mars og lýkur 13. apríl nk. Nemendur hafa fengið sent bréf með leiðbeiningum um hvernig sækja á um frá Menntamálastofnun, en í bréfinu er líka að finna veflykil sem þeir nota til að komast inn í umsókn á netinu. Foreldrar hafa einnig fengið sent kynningarbréf um umsóknarferlið. 

Umsóknir fara fram með rafrænum hætti hér: https://www.inna.is/framhaldsskolaumsokn/  

Verkmenntaskóli Austurlands býður upp á fjölbreyttar námsbrautir til stúdentsprófs sem og iðn- og starfsnámsbrautir. Hér má sjá yfirlit yfir allar námsbrautir sem kenndar eru við skólann. Upplýsingar um inntökuskilyrði eru aðgengilegar hér.

Frekari upplýsingar veita:

  • Karen Ragnarsdóttir, aðstoðarskólameistari - karen@va.is - s. 477-1620
  • Guðný Björg Guðlaugsdóttir, náms- og starfsráðgjafi - gudnybjorg@va.is - s. 477-1620