KÆL202

KÆL202 Kælitækni

Undanfari: KÆL122

Nemendur öðlast ítarlegri þekkingu á mismunandi tegundum og eiginleikum kælimiðla, s.s. vatns, ammoníaks, kolsýru, vetniskolefni (própan og ísobútan), klórflúorkolefni, vetnisklórflúorkolefni, og vetnisflúorkolefni. Fjalla á um takmarkanir og notkunargildi þessara kælimiðla og umhverfisáhrif þeirra. Fjallað er nánar um hringferil kælikerfis með aðstoð log ph-línurita og gera útreikninga með tilliti til yfirhitunar, undirkælingar og þjöppunar kælimiðils. Einnig á að fjalla um þrýstifall í lögnum, stærð og afköst varmaskipta á soglögn, afköst kælivéla, afköst blásara (eims), varmaleiðni, varmamótstöðu, heildarvarmamótstöðu, varmastuðla, varmabera og hitafall. Nemendur setja saman og tengja einfalt kælikerfi, lofttæma það og setja á það kælimiðil og prófa virkni kerfis og stýringar. Að því loknu á að tæma kælikerfið og taka það í sundur. Nemendur víra upp segulliðastýringu fyrir minni frystikerfi með lítilli iðntölvu. Stýringuna á að mæla út og prófa virkni hennar ásamt því að finna bilanir með mælingum