KLH 403 Klipping og háralitun 4

KLH 403 Klipping og háralitun 4

Undanfari: KLP 303

Áfangalýsing

Í áfanganum er stefnt að því að nemandi geti samþætt kunnáttu og færni frá fyrri stigum námsins

til að efla fagmennsku og sjálfstæð vinnubrögð við klippingu og háralitun. Hann þjálfast enn frekar

í samspili þessara þátta þannig að út komi heildarmynd sem hæfi viðskiptavini hverju sinni

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að

þekkja

  • allar aðferðir og efni við háralitun sem tíðkast á hársnyrtistofum
  • mismunandi tískulínur í klippingum og útfærslur þeirra
  • einnig mismunandi samspil klippingar og háralitunar

geta

  • beitt öllum algengum aðferðum við háralitun s.s.heillitun, forlitun,hlutalitun og lokkalitun
  • leiðrétt litamistök
  • gefið ráð um val á lit og form á klippingu

hafa gott vald á

  • öllum algengum aðferðum við háralitun s.s.heillitun, forlitun, hlutalitun og lokkalitun
  • ráðleggingum um val á lit og form á klippingum

Námsmat : Frammistaða á önn 30%

Lokapróf 70%