KLH 503. Klipping og háralitun 5

KLH 503. Klipping og háralitun 5

Undanfari: KLH 403

Áfangalýsing

Nemandi nýtir sér áunna færni frá vinnustaðanámi og fyrri stigum námsins til að efla fagmennsku

og sjálfstæð vinnubrögð við klippingu og háralitun. Hann þjálfast enn frekar í samspili við ráðandi

tískustrauma og hefur undirbúning fyrir lokapróf.

Áfangamarkmið

Að loknu námi áfanganum á nemandi að

þekkja

  • allar aðferðir og efni við háralitun sem tíðkast á hársnyrtistofum
  • mismunandi tískulínur sem eru ráðandi hverju sinni
  • einnig mismunandi samspil klippingar og háralitunar

geta

  • unnið af öryggi að öllum algengum aðferðum við háralitun og klippingar
  • leiðbeint viðskiptavini við val á klippingum og háralit almennt og samkvæmt nýjustu tísku

hafa gott vald á

  • klippitækni og litatækni, efnanotkun og meðferð þeirra.

Námsmat : Frammistaða á önn 30%

Lokapróf 70%