KLP 103 Klipping

KLP 103 Klipping 1

Áfangalýsing

Nemandinn kynnist grunnatriðum Pivot Point kerfisins við klippingu á æfingarhöfðum og tileinkar

sér helstu hugtök. Hann fær grunnþjálfun í gerð verklýsinga og í meðferð og beitingu áhalda og

tækni við klippingu.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að

þekkja

  • Pivot Point kerfið og hvernig það er notað við hönnun og framkvæmd klippinga
  • hugtökin hverfipunktur, jafnsítt, flái, auknar og jafnar styttur og þau hárform sem hugtökin

tákna

  • helstu áhöld sem notuð eru við klippingar

geta

  • klippt æfingarhöfuð dömu og herra, einnig vanga og hnakkatopp í jafnsítt form, auknar og

jafnar styttur og fláa

  • gert verklýsingu á klippingunni

hafa gott vald á

  • greiðu, skærum og þynningarskærum.

Námsmat : Frammistaða á önn 30%

Lokapróf 70%