KON102 Kennslustofan og nemandinn

KON 102 Kennslustofan og nemandinn

Undanfari:

LEI 103, UMÖ 103, UPP 103 og 203.

Áfangalýsing

Í áfanganum kynnast nemendur starfi kennara í grunnskólum. Fjallað er um undirbúning kennslustunda, helstu kennsluaðferðir, leiðir til að skapa hvetjandi og öruggt umhverfi í kennslustofunni, algengustu kennslugögn og kennslutæki, námsmat og umsagnir. Nemendur læra jafnframt um markmiðssetningu, skipulag kennslu, aga og foreldrasamstarf. Kennslan byggist á fyrirlestrum, umræðum og raunhæfum verkefnum.

Áfangamarkmið

Nemandi

þekki hlutverk og viðfangsefni kennara á grunnskólastigi

Efnisatriði

Hlutverk og samstarf stuðningsfulltrúa og kennara, undirbúningur fyrir markvisst skólastarf, áherslur í framkvæmd og innihaldi kennslu, einstaklings- og hópvinna í blönduðum námshóp, umsagnir og foreldrasamstarf.

Námsmat

• Hópvinna og einstaklingsverkefni

• Verkleg þjálfun á vinnustað

Fyrirlestrar •

  1.  
  2. • geti gert grein fyrir faglegu samstarfi kennara og annars starfsfólks skóla 
  3. • þekki hvernig best er að standa að undirbúningi kennslustunda
  4. • geti undirbúið afmarkaða þætti kennslunnar undir leiðsögn kennara
  5. • þekki markmiðssetningu og gildi hennar í skólastarfi
  6. • geti gert grein fyrir tilgangi og uppbyggingu kennsluáætlana 
  7. • þekki helstu kennsluaðferðir og megineinkenni þeirra
  8. • þekki mismunandi námsefni og kennslutækni 
  9. • geti útbúið einföld kennslugögn undir stjórn kennara
  10. • skilji samband uppröðunar í skólastofunni og kennsluhátta
  11. • þjálfist í að móta og miðla reglum til að skapa jákvæðan bekkjaranda 
  12. • öðlist þekkingu og leikni í að bregðast við óvæntum aðstæðum í kennslustofunni 
  13. • geti skipulagt og stýrt einstaklings- og hópverkefnum undir stjórn kennara 
  14. • þekki aðferðir til að styrkja nám og ástundun nemenda 
  15. • hafi innsýn í hlutverk og framkvæmd námsmats

     

     

  16. • geti fylgst með nemendum og skráð framvindu þeirra í námi

     

     

  17. • skilji mikilvægi samvinnu heimilis og skóla