Leyfisumsóknir

English version

Versione italiana

Ætlast er til að nemendur sinni persónulegum erindum sínum utan skólatíma.  Hægt er að sækja um leyfi til skólameistara vegna eftirfarandi :

  • Vegna mikilla veikinda í fjölskyldu, andláts eða jarðarfarar.
  • Vegna þátttöku í íþrótta-, æskulýðs eða tónlistarviðburði með staðfestingu frá viðeigandi aðila.
  • Vegna æfinga/útkalla á vegum björgunasveita.
  • Vegna vinnu, kynninga eða  námsferða í þágu skólans.
  • Vegna fjölskylduferða ef nemandi er undir 18 ára.

 Skólameistari getur gefið önnur leyfi með tilliti til raunmætingar og árangurs.

Athugið að:

  • Leyfi er eingöngu veitt frá kennslustundum en ekki námi og því þurfa nemendur að vinna upp það sem þeir missa af.
  • Leyfi lækkar ekki kröfu um raunmætingu sem er í einstaka áfanga – því verða nemendur að gæta þess að raunmæting þar fari ekki undir mörk.

Leyfisumsóknir eiga að fara fram í gegnum INNU (kallast þar forföll)

Aðstandendur þurfa að sækja um leyfi fyrir nemendur sem eru yngri en 18 ára. 

Leiðbeiningar:

Hvernig skrái ég leyfi í gegnum tölvu - Myndband

Hvernig skrái ég leyfi í gegnum snjalltæki, t.d. síma - Myndband

Starfsmaður skólans þarf að samþykkja leyfisumsóknina í gegnum Innu til þess að það færist inn í viðveruskráningu nemandans. Þegar leyfisbeiðni er samþykkt þá sendist póstur á þann sem átti færsluna og viðveruskráningin verður L.