Ætlast er til að nemendur sinni persónulegum erindum sínum utan skólatíma. En samkvæmt viðmiðum um skólasókn hafa nemendur 20% fjarvistasvigrúm til að mæta fjarveru.
Hægt er að sækja um leyfi til skólameistara vegna eftirfarandi og getur skólameistari þá veitt undanþágu frá skólasóknarreglum:
- námsferða á vegum skólans
- fjölskylduferð nemenda undir 18 ára aldri
- tiltekinna starfa á vegum NIVA
- keppnisferða á vegum skólans
- landsliðsverkefna, keppnisferðalaga eða æfingabúða ef staðfesting frá þjálfara liggur fyrir
- ófærðar
- andláts nákomins ættingja eða vinar
- veikinda barns sem nemandi á eða hefur á framfæri
- ferðar til læknis eða tannlæknis
- ökuprófa
Athugið að leyfi eru aðeins veitt frá kennslustundum en ekki frá námi.
Leyfisumsóknir eiga að fara fram í gegnum INNU (kallast þar forföll)

Aðstandendur þurfa að sækja um leyfi fyrir nemendur sem eru yngri en 18 ára.
Leiðbeiningar:
Hvernig skrái ég leyfi í gegnum tölvu - Myndband
Hvernig skrái ég leyfi í gegnum snjalltæki, t.d. síma - Myndband
Starfsmaður skólans þarf að samþykkja leyfisumsóknina í gegnum Innu til þess að það færist inn í viðveruskráningu nemandans. Þegar leyfisbeiðni er samþykkt þá sendist póstur á þann sem átti færsluna og viðveruskráningin verður L.
Síðast breytt: 1.1.2026