MHS 103 Félagslegt og sögulegt samhengi grafískra miðla

MHS 103

Undanfari: enginn 

Í áfanganum kynnast nemendur sögu grafískra miðla, allt frá fyrstu ritun til ljósmynda og prentunar í samtíma sínum. Samfélagsleg áhrif grafískra miðla verða rannsóknarefni áfangans og þau merkingarfræðilegu og siðferðislegu álitamál sem sprottið hafa út frá hagnýtingu þeirra. Nemendur fá góða innsýn í mótun þessara miðla og öðlast betri skilning á þeirri hugmyndafræði sem býr að baki þeim og á tengslum þeirra við samfélagið á okkar tímum. Námið er byggt upp á þematískan hátt og er reiknað með að í hverri viku verði ákveðið viðfangsefni á þessu sviði krufið. Mælst er til þess að námið fari að mestu leyti fram í verkefnavinnu þar sem nemendur nálgist viðfangsefnið út frá eigin forsendum, vinni verkefni út frá þema vikunnar, kynni það hver fyrir öðrum og ræði þau álitamál sem upp koma.