MTN 103 Tölvunarfræði

MTN 103

(fyrir nemendur í grunnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina)
Undanfari enginn.

Markviss tölvunotkun
Í áfanganum er kennt að nota tölvu á markvissan og nytsaman máta.
Fjallað er um grunnatriði netkerfa og mismunandi gerðir þeirra og mikilvægi vandaðra vinnubragða við netlagnir. Áhersla á að nemendur geti sett upp og skilgreint helstu jaðartæki inn á netkerfi.
Kennd er markviss notkun netsins. Fjallað er um upplýsingar af netinu, greiningu þeirra, áreiðanleika og meðhöndlun.
Kennd er notkun samskiptaforrita svo sem Outlook, LotusNotes eða annarra sambærilegra forrita og áhersla lögð á mikilvægi slíkra forrita fyrir gott upplýsingastreymi innan hópa eða fyrirtækja.
Kennd er notkun gagnagrunnsforrita eins og Access eða annarra sambærilegra forrita. Að lokum er unnið með úrvinnslu og niðurstöður úr gagnagrunnum. Leggja skal áherslu á að nota raunhæf verkefni í áfanganum.
TÖL 102 (fyrir nemendur á málmtæknibraut)
Undanfari enginn
Nemendur kynnast almennri tölvunotkun, jaðartækjum, hvernig þautengjast í stýrikerfi tölvunnar og gera greinarmun á hugbúnaði og vélbúnaði. Nemendur kunna að nota ritvinnsluforrit og töflureikni.
TÖL 103 (fyrir nemendur í grunnámi upplýsinga- og fjölmiðlagreina)
Undanfari MTN 103
Inngangur að forritun
Farið er í helstu þætti í sögu og þróun nútímaforritunar. Í áfanganum munu nemendur fá undirstöðuþjálfun í forritun í hlutbundnu forritunarmáli. Lögð verður áhersla á að nemendur temji sér öguð og viðurkennd vinnubrögð við greiningu, hönnun og prófun tölvuforrita. Sérstök rækt verði lögð við að nemendur átti sig á hlutverki stýrikerfa við hönnun hugbúnaðar, m.a. við hönnun staðlaðs notendaviðmóts.