PEM 302 Permanent 3

PEM 302 Permanent 3

Undanfari: PEM 202

Áfangalýsing

Nemandi lærir að útfæra permanent samkvæmt verklýsingu að óskum viðskiptavina af báðum

kynjum og færa spjaldskrá. Hann velur og notar efni með tilliti til hárgerðar og ástands hársins

hverju sinni. Nemandi lærir að leiðbeina viðskiptavinum við val á eftirmeðhöndlun.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að:

þekkja

  • permanentefni fyrir ólíkar hárgerðir, svo sem náttúrulegt, grátt og litað

geta

  • rúllað upp permanenti í dömu- og herrahár
  • greint hárið og valið efni samkvæmt því
  • gefið ráð um eftirmeðhöndlun

hafa gott vald á

  • ísetningu permanents
  • vali efna og spólugerða
  • gerð verklýsinga og spjaldskrár.

Námsmat : Frammistaða á önn 30%

Lokapróf 70%