PEM 402 Permanent 4

PEM 402 Permanent 4

Undanfari: PEM 302

Áfangalýsing

Nemandi öðlast þjálfun í að útfæra permanent með öllum helstu spólutegundum sem eru á

markaðnum hverju sinni. Unnið er út frá ljósmyndum og fagblöðum. Þjálfuð er permanentsléttun,

gerð verklýsinga og spjaldskrár af verkinu.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að

þekkja

  • permanentefni.
  • útfærslu á spjaldskrá.

geta

  • valið efni og spólugerðir miðað við hárgerð og fyrirhugaða útkomu
  • gert spjaldskrá fyrir viðskiptavin
  • valið módel til prófs með tilliti til endanlegrar útkomu

hafa gott vald á

  • heildarútfærslu permanents á dömu- og herramódelum samkvæmt eigin verklýsingu og

innan tímamarka sem teljast eðlileg í iðngreininni.

Námsmat : Frammistaða á önn 30%

Lokapróf 70%