RAL 203 Raflagnir, reglugerð, efnisfræði

Raflagnir                                                                               RAL 203
Undanfari:    RAL 103.
Áfangalýsing
Í áfanganum er fjallað er um uppbyggingu á minni húsveitum allt frá heimtaug til einstakra neyslutækja. Farið er í helstu þætti raflagna og búnað þeirra s.s. lagnaleiðir og staðsetningu á búnaði. Fjallað er um innfelldar og áfelldar raflagnir í mismunandi byggingarefnum. Lögð er áhersla á að nemenda sé kynnt reglugerðarákvæðum sem varða varnarráðstafanir í húsveitum, snerti- og brunahættu. Nemendur þjálfast í mælingum og einföldum raflögnum þar sem áhersla er lögð á fagmannleg vinnubrögð.
Áfangamarkmið:
Nemandi
·         geti lagt raflagnir og tengt greinatöflu
·         þekki einföld raflagatákn
·         geri sér grein fyrir tilgangi þeirra grunn varnarráðstafanna sem beitt er i húsveitum.
·         geri sér grein fyrir tilgangi faglegra vinnubragða.
·         temji sér góða umgengni í verklegum æfingum
 
Efnisatriði:
Öryggisatriði raflagna, reglugerðir varðandi rafbúnað, áfelldar og innfelldar lagnir, varnarbúnaður, röralagnir, kapallagnir, endabúnaður, einfalaldir rofar, stuðstraumsrofar,  stigabiðrofar, samrofar, krossrofar, tenglar, ljósabúnaður, sjálfvör, lekastraumsrofar, greinatafla., einangrunarmælingar (Megger).
Námsmat:
            Verkefnaskil og próf
            Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5,0