RAM 203 Rafmagnsfræði og mælingar

Rafmagnsfræði                                                                     RAM 203

Undanfari:    RAM 103
Áfangalýsing
Í áfanganum er fjallað um grundvallarhugtök og lögmál rafmagnsfræði riðstraums og unnin mælingarverkefni sem tengjast; segulmagni, riðspennumyndun, spanlögmáli Faradays, lögmáli Lenz, spólum, spennum, rýmd og þéttum.
Gerðir eru útreikningar og mælingar á riðstraumsrásum og fasviki (vektormyndir) . Mælingar eru framkvæmdar með hliðrænum og stafrænum fjölsviðsmælum, tíðnigjöfum og sveiflusjám til staðfestingar á þeim grundvallar lögmálum sem verið er að skoða. Nota hermiforrit til glöggvunar á mælingum. 
Farið er yfir teiknitákn, virkni og notkunarmöguleika á þéttum og spólum.
Kynntir helstu staðlar sem eru notaðir við merkingar á þessum íhlutum. 
 
Áfangamarkmið
Nemandi
·         þekki heiti og hugtök rafmagnsfræði riðstraums
·         þekki Lenz lögmál og spanlögmál Faradays
·         þekki til helstu staðla sem notaðir eru við merkinga á spólum og þéttum
·         geti nýtt sér hermiforrit til aukins skilnings á virkni rása og sannreynt kenningar rafmagnsfræði riðstraums
·         geti notað mælitæki í riðstraumsrásum
·         geti annast útreikninga og mælingar á raðtengdum og hliðtengdum rásum sem notaðar eru í rafmagnsfræði riðstraums og komið niðurstöðum á framfæri í skýrsluformi.
·         geti sett niðurstöður verkefna fram í skýrsluformi.
 
Efnisatriði:
Riðspenna AC, ýmsar gerðir AC, vísar og vektorar, riðstraumsviðnám, spólur og þéttar, fasvik, einfaldar riðstraumsrásir, einfasa spenna, afl og orka, nýtni, rafsvörun, segulmögnun.
Námsmat:
            Verkefnaskil og próf
            Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5,0