Ritstuldur

Verkmenntaskóli Austurlands leggur mikla áherslu á vönduð fræðileg vinnubrögð og skal hafa það í huga í allri verkefna- og heimildavinnu.

Virðing fyrir hugverkum annarra er frumskilyrði í heimildavinnu og að taka texta upp eftir öðrum og gera að sínum eigin án þess að geta heimilda rétt telst ritstuldur. Ritstuldur telst því alvarlegt brot og heimilt er að gefa 0 fyrir verkefni verði nemandi uppvís að ritstuldi. 

Í verkefnavinnu er gerð sú krafa til nemenda að þeir virði höfundarétt og að öll verkefni sem nemendur skila séu þeirra eigin hugverk. Hvert verkefni sem nemandi skilar inn skal vera einstakt. Með því er átt við að öll endurnýting verkefna, hvort heldur er innan áfanga, milli áfanga eða milli námsbrauta er óheimil, nema annað sé sérstaklega tekið fram. 

VA hefur tekið upp Turn-it-in ritstuldarvörnina sem gerir notendum kleift að koma auga á ritstuld og/eða rangar tilvísanir og heimildaskráningu. Kennarar áskilja sér rétt til að taka verkefni til endurskoðunar ef ritstuldarvörn sýnir meira en 25% líkindi við aðra texta.