RTM 102 Rafeindatækni og mælingar

Rafeindatækni                                                                      RTM 102

Undanfari:    RAM 103.
Áfangalýsing
Í áfanganum er lögð áhersla á undirstöðuatriði rafeindatækninnar er varða hálfleiðara. Fjallað er um eiginleika, hegðun, kennilínur og virkni rafeinda íhluta, s.s. díóða (kísil-, zener-, og LEDdíóða)
Farið er í hálf -, heilbylgjuafriðun (brúar- og miðjuúttakstengingu) fyrir einfasa – og þrífasa kerfi og undirstöðuatriði spennu-stilla með zener díóðu og IC -rás. Nemendur geti með útreikningum og með aðstoð upplýsingabanka valið íhluti til smíða eða útskiptingu vegna einfaldra bilana. Mikilvægt er að nemendur öðlist færni í að nota fjölsviðsmæla, tíðnigjafa og sveiflusjá til að staðfesta með mælingum kennilínur og virkni virkra og óvirkra íhluta í rafeindarásum og fundið bilanir í þeim.
Áfangamarkmið:
Nemandi
  • þekki eiginleika díóða
  • geti sett upp og reiknað á einfaldar díóðurásir með mismunandi gerðum díóða og staðfest niðurstöður með mælingum.
  • geti sett upp og reikna jafn-, gáru- og gáruspennuhlutfall á hálf -, heilbylgju (brúar og miðjuúttakstengda) afriðun fyrir einfasa – og þrífasa kerfi með mismunandi gerðum díóða og einföldum síu þétti. Geta staðfest niðurstöður með mælingum.
  • geti sett upp, reiknað og staðfest með mælingum einfalda rás með zenerdíóðu eða breytilegum IC –spennustilli. Farið eftir leiðbeiningum framleiðanda við notkun á föstum IC – spennustillum og staðfest með mælingum.
  • hafi gott vald á mælitækjum til mælinga á einföldum rafeindarásum og geti nýtt sér hermiforrit til aukins skilnings á virkni þessara rása
  • hafi gott vald á útreikningum á óvirkum og virkum rafeinda íhlutum og geti sett niðurstöður mælinga og útreikninga inn í vinnubók.
Efnisatriði:
Ýmsir eiginleikar hálfleiðara, Díóður Hálfbylgju afriðill með og án síuþéttis , miðjuúttaks-heilbylgju afriðill með og án síuþéttis, brúarafriðill með og án síuþéttis, spennustillar, einföld hleðslutæki, einfaldir spennugjafar   þrífasa heil og hálfbylgju-afriðlar, jafnspenna, gáruspenna, nýtni. Merkingar íhluta (teiknitákn, litakóði og yfirborðsmerkingar).
Námsmat:
            Verkefnaskil og próf
            Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5,0