STÆ162 Stærðfræði 162

STÆ 162 Algebra, jöfnur og hlutföll

Áfangalýsing

Lagður er grunnur að vinnubrögðum í stærðfræði, nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslum og lausnum verkefna og þrauta. Meginviðfangsefni eru upprifjun á talnameðferð, einföld algebra og jöfnur. Enn fremur er fjallað um hnitakerfið, jöfnu beinnar línu og hlutfallshugtakið. Fallhugtakið er kynnt og ýmis föll athuguð með hjálp reiknitækja.