STG 103 Starfsþjálfun

STG 103 Starfsþjálfun skólaliða og stuðningsfulltrúa

Áfangalýsing

Nemandi kynnist starfi grunnskólans sem þátttakandi og fylgist með starfinu undir stjórn skólastjóra, umsjónarmanns með lengdri viðveru.

Starfsþjálfunin er í umsjón skólastjóra og viðkomandi starfsmanns sem hann felur umsjónina í viðkomandi grunnskóla. Kennari áfangans sækir um starfsþjálfun í samráði við nemanda. Viðkomandi framhaldsskóli gerir fyrir hönd nemanda samning við atvinnurekanda um starfsþjálfun. Í samningi er nánar gerð grein fyrir skyldum nemenda, menntastofnunar og atvinnurekanda.

Æskilegt er að þessi áfangi sé á annarri önn starfsnámsins. Þessi áfangi er þriggja eininga áfangi en þrjár einingar samsvara um 6 kennslustundum á viku meðan önnin varir. Skipulag áfangans er í höndum viðkomandi framhaldsskóla og grunnskóla. Æskilegt er að um sé að ræða samþætta kennslu í nokkra daga en áfanginn verði annars settur upp á þann hátt að skipulagið henti báðum aðilum, annars vegar nemanda m.t.t. stundaskrár og hins vegar starfsfólki viðkomandi grunnskóla.

Áfangamarkmið

 

  1. • öðlist reynslu í daglegum störfum grunnskóla 
  2. • öðlist reynslu og starfsþjálfun í lengdri viðveru barna 
  3. • kynnist mikilvægi samskipta í uppeldisstarfi 
  4. • kynnist dagskipulagi í frístundastarfi og lengdri viðveru barna í grunnskóla 
  5. • þjálfist í samskiptahæfni og stjórnun mismunandi aldurshópa

     

Nemandi

Efnisatriði

Starfsemi grunnskóla, samskipti, dagskipulag, dagleg störf í grunnskóla.

Námsmat

Vinnubók

  1.  Verkefni 
  2. • Umsögn