ÞRI 101 Þrif og umsjón

ÞRI 101 Þrif og umsjón

Undanfari:

Enginn

Áfangalýsing

Í áfanganum er fjallað er um þrif og atriði sem snúa að þrifum og ræstingu. Farið er yfir notkun og meðferð hreinsiefna. Áhersla er lögð á rétt vinnubrögð og áherslur í þrifum, meðal annars með tilliti til efna og umhverfis. Helstu hjálpartæki við þrif eru kynnt og fjallað er um vinnustellingar og lyftitækni. Í áfanganum er einng fjallað um umsjón með skólahúsnæði, meðan á almennum skóladegi stendur og hvernig skal skilja við húsnæði að loknum skóladegi. Kennsla í áfanganum byggir á fyrirlestrum, verklegum æfingum og skólaheimsóknum.

Áfangamarkmið

Nemandi

kunni rétta líkamsbeitingu við ræstingar

Efnisatriði

Líkamsbeiting og vinnuaðstaða, ræsting, efnafræði hreinsiefna, almenn ræsting og skömmtun hreinsiefna, vettvangsheimsókn, verkkennsla og vinnuhagræðing, umsjón með skólahúsnæði.

Námsmat

Símat

  • • virkni og ástundun
  • • umræður í kennslustundum
  • • verkefni af ýmsum togi 
  • • vinnubók
  • • þekki mismunandi yfirborðsefni og kunni að skammta hreinsiefni
  • • geti valið hentugustu ræstingaaðferðir miðað við aðstæður hverju sinni
  • • kunni að meðhöndla hreinsiefni 
  • • þekki mismunandi eiginleika hreinsiefna
  • • geti unnið skipulega að ræstingum með réttum aðferðum 
  • • kynnist nýjum ræstitækjum og möguleikum þeirra til ræstinga