TNT 202 Tölvur og netkerfi

Tölvur og Net                         TNT 202

Undanfari:    TNT 102
Áfangalýsing:
Nemandi tileinki sér virkni undirstöðueininga einkatölvu s.s. örgjörva, rásasett, tengiraufar, minni, einstakar stýringar á móðurborði, hlutverk BIOS, diskastýringar, inn og úttakstengi. Nemandi geti valið íhluti og sett tölvu saman frá grunni og sett upp á henni algengt stýrikerfi og notendahugbúnað. Nemandi geti skilið tækniupplýsingar og valið tæknibúnað eftir þeim. Nemandi verði fær um að nota verklegar mæliniðurstöður við lausn verkefna og fái yfirsýn yfir samvirkni helstu jaðartækja sem notuð eru með einkatölvum. Bilanaleit í vél- sem og hugbúnaði. Stöðurafmagn og meðferð rafíhluta. Nemendur nýti sér tölvutæknina við skil á verkefnum og skýrslum.
Áfangamarkmið:
Nemandi
·         þekki helstu einingar móðurborðs einkatölvunnar, samskipti þeirra innbyrðis og samskipti þeirra við innri sem ytri jaðartæki
·         geti komið fyrir, tengt og sett upp algengasta vélbúnað í einkatölvu
·         geti tengt og sett upp hin ýmsu ytri jaðartæki sem einkatölvan nýtir sér 
·         geti sett upp algengt stýrikerfi á einkatölvu og algengasta notendahugbúnað
·         geti nálgast, skilið og unnið úr tækniupplýsingur og með því auðveldað sér vinnuna og auka þannig verklegt sjálfstæði sitt
·         geti nýtt sér mælingar við samsetningu á einkatölvu og tengingu jaðartækja
·         geti greint bilanir í vélbúnaði og/eða vandamál í hugbúnaði
·         átti sig á mikilvægi varna gegn stöðurafmagni, ESD
Efnisatriði:
Tölvukassinn, móðurborð, innri- og ytri, tengi, miðeining, inntak, úttak, tengibrautir, vinnsluminni, stöðuminni, flýtiminni, gagnageymslur, tvíundagögn, brautabreidd, bandbreidd, tiftíðni, BIOS, flögusöfn (norður- og suðurbrú), kerfisbraut, innri- og ytri jaðartæki, algengustu vélbúnaðarstaðlar s.s. PCI, AGP,USB og m.m. fleiri.
 
Kennsluform:
Kennsla skiptist nokkuð jafnt í bóklegan hluta og verklegan hluta. Bóklegi hlutinn eru fyrirlestrar og skrifleg verkefni.  Verklegi hlutinn er samsetning á einkatölvu og bilanagreining.
 
Námsmat:
         Verkefnaskil og próf

            Lágmarkseinkunn í áfanganum er 5,0