VIR104

VIR104 Viðhald véla

Undanfarar: SMÍ104, VST204

Í þessum áfanga eiga nemendur að öðlast þekkingu á undirstöðuatriðum á viðhaldi véla, þ.e. grundvallarvinnubrögðum að því er varðar viðhald og viðgerð á brunahreyflum og búnaði sem þeim tengist. Einnig er gert ráð fyrir að nemendur taki í sundur, skoði og setji saman vélar og ýmsan vélbúnað. Nemendur öðlast þekkingu á spennumyndun í boltum við herslu þeirra.