Fræðslustefna

Verkmenntaskóli Austurlands leggur áherslu á að starfsmenn eigi kost á fræðslu og þjálfun sem eykur hæfni og ánægju þeirra í starfi og gerir þá færari í að takast á við ný og síbreytileg verkefni.

Markmið með fræðslunni er tvíþætt.  Annars vegar að stuðla að því að starfsmenn viðhaldi þekkingu sinni og hins vegar að gefa starfsmönnum tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi.

Fræðslan þarf að byggja á þörfum skólans/nemenda, en einnig þarf að taka tillit til óska og þarfa starfsmanns. Það er á ábyrgð starfsmanns sem og stjórnenda  að viðhalda og bæta fagþekkingu og aðra sérþekkingu sem nauðsynleg er starfsins vegna og til að þróast í starfi.                    

Starfsmenn skulu sýna frumkvæði við að nýta sér fræðslu og möguleika til starfsþróunar. Endurmenntunarsjóður VA stuðlar að því að auka menntunarmöguleika starfsfólks. Starfsmenn eiga einnig rétt á styrkjum til endurmenntunar hjá stéttarfélagi sínu og ber þeim samkvæmt kjarasamningi að nýta þá til endurmenntunar og þróunar í starfi.