Heimavistarreglur

1. gr Heimavistin er heimili nemenda og skulu ţeir njóta heimilisfriđar ađ fullu. Markmiđ heimavistarreglna er ađ tryggja hvíldar- og vinnufriđ

Heimavistarreglur VA

1. gr

Heimavistin er heimili nemenda og skulu þeir njóta heimilisfriðar að fullu. Markmið heimavistarreglna er að tryggja hvíldar- og vinnufrið vistarbúa og vera til leiðsagnar ef heimilisfriðnum er stefnt í hættu. 

2.gr

Skólameistari fer með yfirstjórn heimavistar og heimavistarstjóri í umboði hans.

3.gr

Heimavistarstjórn skipa: skólameistari, heimavistarstjóri og vistarráð skipað tveimur fulltrúum nemenda sem kosnir eru af íbúum heimavistar í upphafi skólaárs.  Hlutverk vistarráðs er að skipuleggja félagslif meðal heimavistaríbúa og gera áætlun fyrir hverja önn og leggja fyrir stjórn.  Ennfremur að funda um málefni mötuneytis og önnur mál sem upp kunna að koma.  Heimavistarstjórn kemur saman eigi sjaldnar en tvisvar á önn.

4.gr

Eftir kl. 19.00 á að vera friður og næði til heimanáms. Því skulu heimavistar-búar leitast við að valda ekki ónæði með óþarfa hávaða og ofnotkun hljómflutningstækja og/eða útvarps.

 5.gr

Heimavistarbúar annast ræstingu á herbergjum sínum, sturtuklefa og salerni. Herbergin skulu þrifin minnst einu sinni í viku. Þar að auki taka vistarbúar þátt í ræstingu á sameign heimavistar eftir nánari ákvörðun heimavistarstjóra og skólameistara. Heimavistarstjóri getur ákveðið nánar um frekari ræstingu á heimavistarhúsnæðinu á kostnað nemenda ef ekki er farið að þessari reglu.

6.gr  

Skólameistari og heimavistarstjóri hafa aðgang að herbergjum vistarbúa hvenær sem er til eftirlits.

7.gr

Heimavistinni er lokað kl. 23.00 alla daga. Ætlast er til að vistarbúar komi í hús fyrir lokunartíma. Ætli nemandi að vera fjarverandi um nætursakir, skal skrá slíkar upplýsingar í sérstaka fjarvistarbók og tilkynna heimavistarstjóra.  Ekki er ætlast til að nemendur dvelji yfir helgi á heimavistinni, nema ef veður eða fjarlægðir hamla ferðum.

8.gr

Gestir á heimavist skulu fara eftir þessum umgengnisreglum (og er hver vistarbúi ábyrgur fyrir gesti sínum).  Engar heimsóknir eru leyfðar eftir kl. 23:00. Leyfi til að hafa næturgesti er háð samþykki heimavistarstjóra og foreldra /forráðamanna nemanda undir 18 ára aldri og skal sækja um það með tveggja daga fyrirvara.

 9.gr

Hver nemandi skal skila herbergi í sama horfi við annarlok og hann tók við því í upphafiNemanda er óheimilt að yfirgefa heimavistina í lok annar án þess að vistarstjóri hafi yfirfarið herbergið.  Ef skemmdir verða á herbergi og/eða sameign nemenda eru þeir bótaskyldir og skulu þeir greiða tryggingar-gjald að upphæð kr. 15000. Nemandi fær trygginguna endurgreidda í annarlok ef umgengni og umhirða er hnökralaus (sbr. 5.gr.).

10.gr.

Skemmdir á húsum eða munum heimavistar skal tilkynna trúnaðarmanni nemenda sem kemur upplýsingum til heimavistarstjóra. Verði nemandi uppvís að þjófnaði á eignum og/eða munum vistarbúa eða starfsmanna, ber að vísa honum til skólameistara.

11.gr.

Reykingar eru ekki heimilaðar í húsakynnum né á lóð heimavistar samkvæmt tóbaksvarnarlögum frá 1996. 

12.gr

Neysla og geymsla áfengis eða umbúða þess og allt ónæði af völdum þess er óheimil í húsakynnum og á lóð heimavistar. Sama gildir um önnur vímuefni. Fyrsta brot á þessari reglu varðar vikubrottrekstri af heimavist samkv. húsaleigusamningum.

 13.gr

Vistarbúar fari að fyrirmælum heimavistarstjóra í öllu sem varðar umgengni á heimavist.Nemendum er skylt að halda umhverfi heimavistar hreinu.  Heimavistarstjóri fer með umsjón á heimavist í umboði skólameistara.

 14.gr

Óheimilt er að leggja ökutæki beint framan við anddyri heimavistar eða leggja þeim upp á gangstétt eða grasflöt utan bifreiðastæða.  Bifreiðum skal leggja í merkt bílastæði við heimavistina.  Heimilt er að fjarlægja bíl sem lagt er ólöglega.

 15.gr

Brot á þessum reglum varða áminningu. Hafi vistarbúi fengið fleiri en tvær áminningar telst það brottrekstrarsök af heimavist og skal vísað til skólameistara.

Svćđi