Áhugasvið

Þegar einstaklingar standa frammi fyrir þeirri stóru ákvörðun að velja sér nám eða starfsvettvang er mikilvægt að átta sig á því hvar áhugi þeirra liggur. En ef einstaklingur velur sér nám og starf eftir áhuga er hann líklegri til þess að verða ánægður í námi og starfi.

Náms- og starfsráðgjafi aðstoðar nemendur við að kortleggja áhuga sinn og átta sig á eigin styrkleikum. Það er gert með persónulegri ráðgjöf og samtali en einnig stendur nemendum til boða að taka áhugasviðskönnun. 

Áhugasviðskannanir segja til um hvar áhugasvið fólks liggur og gefa vísbendingar um það á hvaða starfssviði og í hvaða starfi fólki gæti líkað vel að vinna. Athygli er vakin á því að áhugasviðskannanir gefa upplýsingar um áhuga en ekki hæfileika eða getu.

Áhugasviðskannanir geta auðveldað einstaklingum við val á námi, námsbraut, starfi og áhugamálum.

Nemendum VA gefst möguleiki á því að taka áhugasviðskönnunina Bendil hjá náms- og starfsráðgjafi skólans. Könnunin sjálf kostar 3.500 kr. og er það greitt áður en könnunin er tekin. Það tekur um 30-40 mínútur að svara könnuninni en niðurstöður koma fram strax að því loknu. Náms- og starfsráðgjafi vinnur svo úr niðurstöðum könnunarinnar með nemandanum.

Um áhugasvið (PDF)