Náms- og starfsráðgjafi veitir nemendum stuðning til að takast á við persónuleg og félagsleg vandamál sem geta hamlað þeim í námi.
- Hér má nefna þætti eins og þunglyndi, kvíða, samskiptaörðugleika, námsleiða og fleira.
- Náms- og starfsráðgjafi er bundinn trúnaði við nemendur svo framarlega sem viðkomandi sé ekki líklegur til að valda sjálfum sér eða öðrum skaða eða málefnið varði við landslög. Vakin er þó athygli á rétti foreldra og forráðamanna að fá upplýsingar um mætingu og námsframvindu hjá nemendum yngri en 18 ára.
- Nemendur eru hvattir til að leita sér stuðnings með mál af þessum toga svo hægt sé að styðja þá að takast á við vandann og finna leið að bættri líðan.
- Náms- og starfsráðgjafi aðstoðar nemendur við að takast á við þau verkefni sem hamla nemandanum og finna þau stuðningsúrræði sem henta hverju sinni. Þessi stuðningsúrræði geta t.d. verið sálfræðiráðgjöf, læknisaðstoð, viðeigandi meðferðarúrræði og fleira.