Nokkur heilræði um námstækni

Til að ná árangri er algjört lykilatriði að:

  • Mæta vel í tíma
  • Fylgjast vel með
  • Glósa
  • Fara vel yfir námsefnið

Skoða - kennslustund - bökkun - upprifjun
Það er staðreynd að endurtekning og upprifjun er nauðsynleg við að tileinka sér nýja þekkingu. Ein af  mörgum góðum lestraraðferðum byggir á þessari staðreynd. Hún er í fjórum megin þrepum:

  1. Skoða - áður en farið er í tíma er námsefni hans skoðað samkvæmt kennsluáætlun eða fyrirmælum kennara. Þá er litið yfir viðkomandi kafla, fyrirsagnir lesnar og e.t.v. fyrstu setningar í hverjum undirkafla. Þannig fæst hugmynd um hvaða námsefni verði til umfjöllunar.
  2. Kennslustund - vera dugleg/ur að fylgjast með, glósa niður aðalatriði, gott að koma sér upp stikkorðum til að flýta fyrir. Mikilvægt er að vera virk/ur og með athygli við það sem fram fer.
  3. Bökkun - líta yfir glósur í lok dags. Lesa svo vel yfir námsefnið eftir áherslum kennarans í tímanum. Huga að virkni á meðan lesið er t.d. með því að bæta inn í glósurnar.
  4. Upprifjun - skoða vikulega / mánaðarlega yfir glósur og jafnvel fyrirsagnir og rifja þannig upp. Spyrja sjálfan sig spurninga úr námsefninu og svara þeim.

Jákvætt viðhorf
Í öllu námi er einn mikilvægur þáttur sem gjarnan gleymist en það er trú á sjálfan sig. Það er mjög mikilvægt að tileinka sér jákvæða hugsun og trúa því í raun að manni takist að ná þeim námsmarkmiðum sem maður hefur sett sér. Hugsun sigurverans þarf að vera til staðar - ég get það sem ég vil.

Stuðningur námsráðgafa
Ef nemandi vill frekari stuðning við að bæta vinnubrögð í námi getur hann leitað til námsráðgjafa sem aðstoðar hann við að skipuleggja námið og bæta námstækni sína s.s. tímastjórnun, glósugerð, lestraraðferðir og fleira.

Nýtið ykkur þjónustu námsráðgjafa