Náms- og starfsráðgjöf

Hlutverk náms- og starfsráðgjafi Verkmenntaskóla Austurlands er að standa vörð um velferð nemenda og vera málsvari þeirra innan skólans. Náms- og starfsráðgjafi er til staðar fyrir nemendur og er tilbúinn til að leiðbeina þeim í öllum þeim málum sem geta haft áhrif á námsframvindu þeirra.

Náms- og starfsráðgjafi VA er Guðný Björg Guðlaugsdóttir. Tímapantanir fara fram á skrifstofu skólans, í síma 477-1620 eða í tölvupósti á gudnybjorg@va.is

  

     

 

 

 

Hér bókar þú tíma hjá náms- og starfsráðgjafa

Persónuleg ráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafi veitir nemendum stuðning til að takast á við persónuleg og félagsleg vandamál sem geta hamlað þeim í námi.

  • Hér má nefna þætti eins og þunglyndi, kvíða, samskiptaörðugleika, námsleiða og fleira.
  • Náms- og starfsráðgjafi er bundinn trúnaði við nemendur svo framarlega sem viðkomandi sé ekki líklegur til að valda sjálfum sér eða öðrum skaða eða málefnið varði við landslög. Vakin er þó athygli á rétti foreldra og forráðamanna að fá upplýsingar um mætingu og námsframvindu hjá nemendum yngri en 18 ára.
  • Nemendur eru hvattir til að leita sér stuðnings með mál af þessum toga svo hægt sé að styðja þá að takast á við vandann og finna leið að bættri líðan.
  • Náms- og starfsráðgjafi aðstoðar nemendur við að takast á við þau verkefni sem hamla nemandanum og finna þau stuðningsúrræði sem henta hverju sinni. Þessi stuðningsúrræði geta t.d. verið sálfræðiráðgjöf, læknisaðstoð, viðeigandi meðferðarúrræði og fleira.

Námstækni

Náms- og starfsráðgjafi veitir aðstoð við námstækni, eins og skipulag, markmiðasetningu, lestrar- og glósutækni og tímastjórnun.

Tímastjórnun:

  • Öpp eða forrit til við tímastjórnun:
    • Trello
    • Todolist
    • Google calendar
    • One Note
    • Evernote
    • SimpleMind
    • Wunderlist
    • Homework
    • Sumum finnst betra að nota eitthvað áþreifanlegt eins og:

Próf

Náms- og starfsráðgjafi aðstoðar nemendur sem eru að glíma við prófkvíða, jafnt sem í hluta/kaflaprófum og í lokaprófum. Náms- og starfsráðgjafi veitir einnig ráðgjöf varðandi skipulag á prófatímabili ásamt því að veita aðstoð við próftækni.

Náms- og starfsráðgjafi heldur einnig utanum sérúrræði í prófum. En nemendur skólans geta sótt um sérúrræði við próftöku, þar má nefna: Lituð blöð, stærra letur, taka próf í fámenni eða í sér stofu, fá að hlusta á tónlist eða notast við heyrnartól til að útiloka hávaða o.fl.

Áhugasvið

Þegar einstaklingar standa frammi fyrir þeirri stóru ákvörðun að velja sér nám eða starfsvettvang er mikilvægt að átta sig á því hvar áhugi þeirra liggur. En ef einstaklingur velur sér nám og starf eftir áhuga er hann líklegri til þess að verða ánægður í námi og starfi.

Náms- og starfsráðgjafi aðstoðar nemendur við að kortleggja áhuga sinn og átta sig á eigin styrkleikum. Það er gert með persónulegri ráðgjöf og samtali en einnig stendur nemendum til boða að taka áhugasviðskönnun.

Áhugasviðskannanir segja til um hvar áhugasvið fólks liggur og gefa vísbendingar um það á hvaða starfssviði og í hvaða starfi fólki gæti líkað vel að vinna. Athygli er vakin á því að áhugasviðskannanir gefa upplýsingar um áhuga en ekki hæfileika eða getu.

Áhugasviðskannanir geta auðveldað einstaklingum við val á námi, námsbraut, starfi og áhugamálum.

Nemendum VA gefst möguleiki á því að taka áhugasviðskönnunina Bendil hjá náms- og starfsráðgjafi skólans. Könnunin sjálf kostar 3.500 kr. og er það greitt áður en könnunin er tekin. Það tekur um 30-40 mínútur að svara könnuninni en niðurstöður koma fram strax að því loknu. Náms- og starfsráðgjafi vinnur svo úr niðurstöðum könnunarinnar með nemandanum.

Um áhugasvið (PDF)

Nemendur og foreldrar/forsjáraðilar eru hvattir til að nýta sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa.