AVV 403 Aflvélavinna

Undanfari: AVV 304                  Samhliða áfangi: VFR 322                    Æskileg námsönn: 6.

Áfangalýsing                                                                                                                   

Nemendur læra uppbyggingu, vinnuferli og virkni aflvéla.  Þeir læra að meta ástand vélhluta og greina bilanir ásamt því að aflmæla og stilla dísilvél.  Þeir læra að setja upp vélbúnað og rétta hann af samkvæmt lýsingu.  Þeir taka vél í sundur og setja saman samkvæmt lýsingu á eigin spýtur. 

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að þekkja:

  •         helstu aðferðir við að meta slitna og skemmda vélahluti
  •         helstu aðferðir við uppsetningu og afréttingu á aflvélum og aflrásum
  •         helstu aðferðir við að meta ástand aflvéla með mælitækjum
  •         helstu þætti við rekstur aflvéla sem hafa áhrif á umhverfið
  •         helstu aðferðir við kerfisbundið viðhald aflvéla og aflrása
  •         helstu aðferðir sem notaðar eru við prófanir og reynslukeyrslu aflvéla í skipum og þungavinnuvélum
  •         helstu gerðir skiptiskrúfubúnaðar sem notaður er í íslenskum skipum 

Að áfanganum loknum á nemandi að geta:

  •         metið ástand slitinna vélahluta út frá mælingum og skoðun  (með tilliti til áframhaldandi notkunar)
  •         metið ástand aflvéla út frá mælingum
  •         greint algengar bilanir í aflvélum með skoðun, mælingum og prufukeyrslu
  •         stillt tíma á eldsneytisdælum og lokum á dísilvél (neista- og lokatíma á ottóvél)
  •         rétt af aflrás og gengið tryggilega frá henni  (t.d. mótor og dælu)
  •         sett upp og tengt vélrænan hluta öryggiskerfa fyrir aflvélar (t.d. sett upp þrýsti-, hita- og hreyfinema eða senda)
  •         gert grein fyrir helstu þáttum kerfisbundins viðhalds
  •         prufukeyrt aflvél skips eða þungavinnutækis og metið ástand hennar
  •         útskýrt alla þætti og hlutverk þeirra í skiptiskrúfubúnaði