BLS 301 Blástur 3

BLS 301 Blástur 3

Undanfari: BLS 201

Áfangalýsing

Nemandi fær þjálfun í að blása stífan rúllublástur í form. Hann lærir að blása bylgjublástur herra.

Þá öðlast nemandinn frekari hæfni og sjálfstæði við blástur á dömu- og herrahári á módelum.

Áfangamarkmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandinn að

þekkja

  • • mismunandi aðferðir við blástur svo sem bylgjublástur herra og rúlluburstablástur dömu

geta

  • • blásið rétt bylgjuform
  • • blásið mismunandi form á dömu- og herramódelum

hafa gott vald á

  • • blásara, blástursburstum, greiðum og krullujárni
  • • vali og notkun mótunarefna

Námsmat : Frammistaða á önn 30%

Lokapróf 70%