BÓK103 Bókfærsla

Undanfari: Enginn
Bókfærsla
 
Fjallað er um grundvallaratriði bókhalds, dagbókarfærslur, opnun og lokun höfuðbókar og tengsl þessara bóka. Kenndur reikningsjöfnuður með einföldum athugasemdum. Helstu undirbækur kynntar. Kennt að merkja fylgiskjöl og færa dagbók eftir þeim. Nemendum gerð grein fyrir hlutverki bókarans og tilgangi bókhalds og sagt frá helstu bókhaldslögum til skilningsauka. Kynntar allar helstu bókhaldsbækur og mismunandi aðferðir við færslu bókhalds í fyrirtækjum. Mikil áhersla lögð á vönduð vinnubrögð nemenda og góðan frágang.