Verkmenntaskóli Austurlands

EFG103 Efnisfrćđi grunnnáms Helstu efni og efnisflokkar sem notađir eru viđ bygginga- og mannvirkjagerđ međ áherslu á rétt efnisval fyrir ákveđin verk og

EFG 103 Efnisfrćđi grunnnáms

EFG103 Efnisfræði grunnnáms


Helstu efni og efnisflokkar sem notaðir eru við bygginga- og mannvirkjagerð með áherslu á rétt efnisval fyrir ákveðin verk og umhverfismál. Fjallað er um efni til húsasmíða, húsgagnasmíða, málaraiðnar, múrsmíði, pípulagna og veggfóðrunar. Um tré sem smíðaefni, plötuefni, festingar, steinsteypu, múr og múrefni, málma og bendistál, pípulagnaefni, plastefni, málningar- og spartlefni, fúgu- og þéttiefni, lím, einangrun, gler, þakefni, klæðningarefni, gólfefni og veggfóður. Gerð grein fyrir uppruna efnanna, flokkun, merkingum, eiginleikum og hlutverki þeirra.

Svćđi