EFN 203 Efnafræði

EFN 203

Undanfari EFN 103

Gaslögmálið og efnahvörf

Farið er í ýmis grundvallaratriði almennrar efnafræði. Fjallað er um eiginleika gasa, helstu gerðir efnahvarfa og farið dýpra í magnbundna útreikninga en í EFN 103. Gert er ráð fyrir að nemendur nálgist viðfangsefnið á fjölbreytilegan hátt líkt og í EFN 103 en verklegar æfingar og skýrslugerð hafa meira vægi en áður.