EFN 313 Efnafræði

EFN 313

Undanfari EFN 203

Lífræn efnafræði og lífefnafræði

Greint er frá atómsvigrúmum og mólekúlsvigrúmum með sérstöku tilliti til kolefnisatómsins. Farið er í gerð og flokkun lífrænna efnasambanda og greint frá nafngiftareglum skv. IUPAC-kerfi og almennu kerfi. Nemendur eru þjálfaðir í ritun byggingaformúla og greina ísomerur ýmissa efna. Kynnt eru helstu efnahvörf innan lífrænu efnafræðinnar og reglur sem þeim tengjast. Nemendur gera verklegar æfingar sem tengjast umfjöllunarefninu og nota sameindalíkön og tölvuforrit til frekari þjálfunar. Komið er inn á lífefnafræði með skoðun þriggja helstu flokka lífefna, þ.e. sykrur, prótein og fituefni.