EFNA2EF05

EFNA2EF05     Almenn efnafræði - frh

Undanfari: EFNA2AE05 eða sambærilegur áfangi

Framhaldsáfangi í almennri efnafræði. Efnisatriði áfangans; Eiginleikar lofts og þau lögmál sem lýsa eiginleikum þess. Ástandsjafna lofts. Efnaorka, útvermin og innvermin efnahvörf. Varmabreytingar við efnahvörf. Fyrsta lögmál varmafræðinnar, varmamælingar og myndunarvarmi. Hraði efnahvarfa, árekstrakenningin og gangur efnahvarfa. Efnajafnvægi, jafnvægisfastar og þættir sem hafa áhrif á jafnvægi. Sölt í vatnslausn, leysni og leysnimargfeldi.