FAT103 Fatasaumur

FAT 103

Fatasaumur

Undanfari enginn

Í þessum áfanga er kennt að taka snið upp úr blöðum og vinna eftir þeim. Lögð er áhersla á máltöku og gerðar einfaldar sniðbreytingar. Nemendur læra á saumavél og möguleika hennar. Kennt að leggja snið á efni og merkja fyrir saumförum. Saumaðar eru prufur og einfaldar flíkur. Lögð er megináhersla á að nemendur temji sér sjálfstæð og vönduð vinnubrögð. Nemendur fá einnig að teikna upp eigin snið og útfæra eigin hugmyndir. Þá læra nemendurmikilvæga grunnvinnu sem er fólgin í að teikna snið, sauma prufuflíkur, máta á gínu og gera sniðbreytingar.