FÉL 103 Félagsfræði

FÉL103

Undanfari enginn

Almenn félagsfræði

Byrjunaráfangi þar sem gerð er grein fyrir grunneiningum samfélagsins og þær skoðaðar út frá félagsvísindalegum sjónarhóli. Fjallað er um samfélagið og einstaklinginn í samfélaginu. Lögð er áhersla á félagslegt umhverfi nemenda og að þeir verði færir um að skoða það á gagnrýninn hátt. Þá er fjallað um mismunandi félagslegar aðstæður í ýmsum gerðum samfélaga. Í áfanganum er lögð áhersla á að gera grein fyrir íslensku atvinnulífi, hagkerfi, stjórnmálum og stjórnkerfi.