FÉL 203 Félagsfræði

FÉL 203

Undanfari FÉL 103

Frumkvöðlar og kenningar

Frumkvöðlar félagsfræðinnar kynntir og einnig helstu kenningar greinarinnar. Fjallað er um samfélagið í ljósi umræddra kenninga. Áhersla lögð á að skoða framlag kenningasmiða eins og Comte, Durkheim, Marx og Weber. Fjallað ítarlega um samvirkni-, samskipta- og átakakenningar og samfélagsleg einkenni rædd út frá þeim. Í þessu ljósi er m.a. fjallað um félagslega lagskiptingu, frávik, fjölmiðla og kynhlutverk svo eitthvað sé nefnt.