FÉL 313 Félagsfræði

FÉL 313

Undanfari FÉL 203

Félagsfræði þróunarlanda

Fjallað er um skiptingu heimsins í efnahags- og menningarsvæði. Fjallað um hugtök sem lýsa mismunandi stöðu ríkja og heimshluta s. s. hugtök á borð við vanþróuð lönd, þriðji heimurinn og suðrið. Gerð er grein fyrir sögulegum, efnahagslegum, stjórnmálalegum og menningarlegum einkennum þróunarlandanna. Kynntar eru kenningar um orsakir skiptingar heimsins í ólík svæði í efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Til umfjöllunar er tekin þróunarsamvinna og þróunaraðstoð Íslendinga.