FÉL 413 Mentorverkefnið vinátta

Áfangalýsing fyrir Fél 413 – Mentorverkefnið vinátta

Áfanginn er heilsársáfangi sem stendur yfir frá því í lok september fram í miðjan apríl. Nemendur (mentorar) verja tveimur klukkustundum á viku með grunnskólabarni á aldrinum 7-10 ára. Nemendur skila dagbókum þar sem samvistir nemenda og barna eru skráðar sem og mat nemenda á því hvernig samskiptin ganga.