FÉLA2AL05

FÉLA2AL05     Almenn félagsfræði

Undanfari: FÉLV1ÞF05 eða sambærilegur áfangi

Í þessum áfanga fer fram kynning á félagsfræði og öðrum greinum félagsvísindanna eins og stjórnmálafræði, sálfræði og mannfræði. Nemendur fá fyrstu kynningu á vinnubrögðum félagsvísindamanna, hvernig þeir safna upplýsingum og vinna úr þeim. Í áfanganum er lögð áhersla á helstu hugtök félagsfræðinnar: gildi, viðmið, félagslegt taumhald, hlutverk, staða, menning, sjálfsmynd o.fl. Þá er lögð áhersla á málefni fjölskyldunnar, kynhlutverk og fræðslu um helstu stofnanir samfélagsins