FÉLA2KR05

FÉLA2KR05     Kenningar og samfélag

FÉLV1ÞF05 eða sambærilegur áfangi

Í þessum áfanga er lögð áhersla á að fjalla um frumkvöðla félagsfræðinnar og helstu kenningar greinarinnar. Fjallað er um tiltekna þætti samfélagsins í ljósi mismunandi kenninga og nokkrar alþekktar rannsóknir á sviði félagsvísindanna teknar til skoðunnar. Áhersla er lögð á að nemendur noti félagsfræðileg hugtök og félagsfræðilegt innsæi við túlkun samfélagslegra málefna. Eitt helsta markmið áfangans er að nemendur öðlist nánari og dýpri skilning á hugtökum, kenningum og rannsóknaaðferðum greinarinnar.