FJÖ 103 Fjölmiðlafræði

FJÖ 103

Undanfari enginn

Inngangur að fjölmiðlun

Áfanginn er inngangur og kynning á fjölmiðlafræði. Fjallað verður um þrjú form nútímafjölmiðlunar: blöð og tímarit, ljósvakamiðla og fjölmiðlun innan netheima. Kannað verður hvað einkennir boðskipti innan þeirra og þau borin saman, bæði í sögulegu og fræðilegu samhengi. Gerður verður samanburður á fjöldaboðskiptum og persónulegum boðskiptum, gagnvirkum og ógagnvirkum. Fjallað verður um fréttaflutning í nútímasamfélagi og hvernig fjölmiðlar og fréttastofur meðhöndla fréttir. Reifaðar eru kenningar um áhrifamátt fjölmiðla og þátt þeirra í félagsmótun einstaklinga. Fjallað verður um lög og reglugerðir um fjölmiðla. Kennslan fer fram í fyrirlestrum, umræðum og verkefnum. Samhliða bóklegu námi er áhersla lögð á að nemendurfylgist með því hvernig fjölmiðlar spegla atburði líðandi stundar innanlands og utan.