Framhaldsskólabraut - leiðbeiningar 5. október 2020

Framhaldsskólabraut tilheyrir sóttvarnahólfi 1. Nemendur eiga að ganga um aðalinngang að vestanverðu bóknámshúsi. Nemendum er óheimilt að fara á milli sóttvarnasvæða.

Sóttvarnahólfi 1 tilheyra eftirfarandi svæði í skólanum

  • 3. hæð í bóknámshúsi
  • 1. hæð í bóknámshúsi
  • Stigagangur í bóknámshúsi, salerni á stigaganginum
  • Aðal anddyri bóknámshúss (inngangur til vesturs)

Þegar nemendur mæta í skólann á morgun verður fyrirkomulagið útskýrt sem og sóttvarnasvæðið sem brautin fylgir.

Athugið að búið er að gera breytingar á kennslustofum í stundatöflum nemenda í Innu. Nemendur framhaldsskólabrautar verða í stofu 8 í öllum tímum nema smíðatímum á fimmtudögum. Þeir munu fara fram í smíðadeildinni eins og ráðgert hafði verið.

Nemendur framhaldsskólabrautar hafa aðgang að mötuneyti á heimavist kl. 12:00 – 12:30.