FSR 103 Fínsmíði rafiðna

FSR 103

Undanfari enginn

Kennd er meðferð, viðhald og umhirða verkfæra svo og mælitækja í fínsmíði. Smíðaðir eru hlutir úr járni og áli innan vissra málvika. Rétt beiting líkama og verkfæra er ríkur þáttur í þessu námi. Notkun plötu er skipulögð skv. teikningu. Platan er klippt og beygð og búnir til kassar og hlífar fyrir raftæki. Borun, skrúfun og draghnoðun eru líka mikilvægir þættir í þessu námi.