Grímunotkun - leiðbeiningar 5. október 2020

Almenn grímuskylda verður ekki sett í skólanum nema breyting verði á smitum í samfélaginu. Komi til algerrar grímuskyldu verður það tilkynnt starfsfólki og nemendum sérstaklega.

Engu að síður er kennurum heimilt að setja grímuskyldu í sínum tímum, jafnvel þó hægt sé að virða nálægðartakmarkanir í tíma.

Nemendum er einnig heimilt að nota grímur og geta þeir fengið þær í skólanum.

Hjá einstaka kennara hefur skólameistari sett á almenna grímuskyldu í samráði við viðkomandi kennara. Nemendur sem þetta á við um munu fá tölvupóst þar sem þessi regla er kynnt.

Grímuskylda er á starfsbraut og gildir hún fyrir nemendur og starfsfólk (ekki valkvætt). 

Athugið að grímunotkun kemur ekki í staðinn fyrir nándarreglu um minnst eins metra fjarlægð milli fólks. Hlífðargríma kemur heldur ekki í stað almennra sýkingavarna sem alltaf skal viðhafa, þ.e. handhreinsun, almennt hreinlæti og þrif á snertiflötum. Sýkingarvarnir og fjarlægð verður alltaf besta leiðin til að verjast smiti.

Eins og verið hefur frá upphafi annar skulu nemendur og kennarar nota andlitsgrímu sem hylur munn og nef við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nándarreglunni, s.s. í verklegri kennslu.

Varðandi aðgengi að grímum þá leggur skólinn bæði starsfólki og nemendum til grímur. Frá og með morgundeginum verða grímur aðgengilegar við alla innganga og í öllum vinnustöðvum/kennslustofum.

Grímur gagnast ekki nema þær séu notaðar rétt. Hér er myndband sem leiðbeinir um rétta grímunotkun.